UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

FRÉTTIR

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

2003
 

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

   

 

Fellsmörk

Fréttir árið 2013


desember  2013
Nokkrar vetrarmyndir


Fellsmörk er falleg að vetrarlagi.  Hér eru nokkrar myndir teknar í á aðventu jóla 2013.


Júlí  2013
Skordýr og fuglalíf Fellsmerkur

Það er ekki bara að gróður dafnar á Fellsmörk því þar er einnig hið fjölskrúðugasta skordýralíf.  Nokkrar myndir af pöddulífi Fellsmerkur eru hér.


Einnig var bætt við nokkrum fuglamyndum eins og myndinni af þrestinum hér að ofan flögrandi um.  Fuglamyndir eru hér.

júlí  2013
Að klára plöntuskammtinn
Minnt er á að nú fer hver að verða síðastur að ná sér í plöntuskammtinn. Eftir helgina 13. til 14. júlí verður öllum frjálst að taka þær plöntur sem eftir eru, en munið að skrá allt sem tekið er og skrá fyrir land viðkomandi.

Myndir frá plöntudegi 22. júní 2013

Albrecht mundar gróðursetningarstafinn

Nokkrar myndir af plöntudeginum 22. júní og grillinu á eftir í bústað Sigurlaugar við Heiðarbraut.  Sjá hér.

19. júní  2013
Nánar um plöntudaginn 22. júní
Gróðursetningardagurinn 2013 verður laugardaginn 22. júní n.k. Þá verður hin árlega sameiginlega gróðursetning landnema.

Mæting við Fell innan við gömlu hlöðuna að austan, þar sem við höfum gróðursett undanfarin ár, kl. 13.00 – stundvíslega.

Fyrirhugað er að gróðursetja um 2.680 plöntur frá Landgræðsluskógum í sameiginleg svæði á gróðursetningardaginn og deila út rúmlega 7.000 plöntum á landnemaspildur þegar sameiginlegri gróðursetningu lýkur.

Áður en verk hefst verður farið yfir það sem gera á – því er mikilvægt að þátttakendur mæti stundvíslega.

Mælst er til þess að plöntuskammtar séu teknir þennan dag. Plönturnar verða staðsettar í Keldudal í landi Helgu og Auðuns, eftir 14. júlí verður öllum frjálst að taka ósóttar plöntur.

Eftir gróðursetningu er fyrirhugað að grilla saman við sumarhöll Sigurlaugar, Heiðarbraut 7, þar sem kynt verður upp í kolunum. Hafið með ykkur mat, drykki og annað sem þarf til mannfagnaðar og grillveislu af þessu tagi ( kol + grill + pappadiskar + mál + hnífapör).

Gaman væri ef einhver hefur tök á að taka með hljóðfæri til undirleiks við fjöldasöng ef sá gállin verður á fólki.

Landnemar eru minntir á að skila tómum plöntubökkum í gömlu hlöðuna á Felli. Áhöldum, sem fengin hafa verið að láni hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, þarf að skila strax eftir sameiginlega gróðursetningu þ. 22. júní í gömlu hlöðuna að Felli.

Hittumst heil á Fellsmörk – Skógarkveðjur!

Undirbúningshópurinn:

Júlía P. Andersen
sími 553 6753
farsími 856 0303
julia@ask.is
Valdimar Reynisson
sími 437 1910
farsími 860 4924
valdi@skogur.is
Þorvaldur Ólafsson
sími 553 6114
farsími 863 8748
thorvo@ismennt.is

13. júní  2013
Sameiginleg gróðursetning 22. júní
Plöntudagur, hin árlega sameiginlega gróðursetning á Fellsmörk verður laugardaginn 22. júní 2013
 
Mæting við Fell innarlega að austan, þar sem við höfum gróðursett undanfarin ár 
kl. 13.00 – stundvíslega.

Nánari upplýsingar verða sendar út er nær dregur.

13. maí 2013
Allt orðið fólksbílafært
Nýjustu fréttir eru þær að slóðar á vestursvæði hafi líka verið lagfærðir og því er orðið fólksbílafært um allt svæðið.

12. maí 2013
Búið að opna inn á Vestur-Mörk
Búið er að veita ánni frá á Felli og opna þar með inn á vesturhluta Fellsmerkur.  Búið er að laga veginn inn í Fellsmörk með því að fara yfir hann með valtara og ætti því að vera fær litlum bílum. Þá hafa nokkrir verstu brautirnar verið lagaðar í Keldudal. Verið er að skoða hvernig best er að laga þær Fellsmegin. Þá er núna verið að vinna í viðhaldi griðinga.  

25. apríl 2013
Aðalfundur og plöntudagur
Áætlun fyrir vorið er að aðalfundur Fellsmerkur verið þriðjudag 14. maí og að sameiginlegur plöntudagur verði laugardag 23. júní.

Einnig er verið að undirbúa sameiginlega ferð félagsmanna í gróðrarstöðina Mörk þar sem við munum skoða hvernig staðið er að gerð skógarplantna og er áætluð tímasetning þeirrar skoðunarferðar um fyrstu helgina í maí en verður kynnt betur þegar það hefur fengist staðfest.

9. apríl 2013
Ástand vega á Fellsmörk
ER0_6664
Áin Klifandi er fallega blá þar sem hún rennur í vegarstæðinu inn á vestursvæði Fellsmerkur!

Núna þegar vorið er að berjast við veturinn og ekki alltaf augljóst hvort hafi betur þó við vitum að vorið verði ofan á og á eftir fylgi sumar, þá er ekki alveg sama vissa um hvernig baráttan við vatnsföllin fer.  Staðan sem var uppi á austur svæði Fellsmerkur lítur nefnilega út fyrir að vera komin upp á vestursvæðinu.  Eins og sést á myndinni að ofan þá liggur Kilfandi í vegarstæðinu fyrir neðan Hólsbraut og situr þar sem fastast. 

Vatnslítil áin er líklega ófær fyrir jepplinga og þaðan af minni bíla og ef eða þegar vatnavextir verða þarf ekki að spyrja að leiklslokum.  Gróður sem sem t.d. sést á myndinni mun sópast í burt og ekki mun verða mögulegt að aka þar inn á neinum venjulegum ökutækjum.



7. mars 2013
Vorið sem þjófstartaði
Fellsmörk - vorið sem kom of snemma

Fyrstu helgina í mars 2013 var vorið í startholunum í Fellsmörk.  Eins og sjá má á myndinni að ofan voru tré að byrja að laufgast enda voru mánuðurnir janúar og febrúar með þeim al hlýjustu sem hafa mælst.  Nokkrum dögum seinna var komið frost og svo kom hríðarbylur.  Er óskandi að trén hafi ekki hlotið mikinn skaða af þessum sveiflum í veðrinu.

 

 

    

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.