UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

FRÉTTIR

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

2003
 

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

   

 

Fellsmörk

Fréttir árið 2016



3. október 2016
Kálfar í Fellsmörk!
Margbreytilegur er bústofninn á Fellsmörk þessa dagana. Rollur inni í Króki, hross við girðingarhlið og svo það nýjasta, kálfar á vappi við gömlu hlöðuna við Fell. Spurningin er: hver saknar kálfanna?

Mynd frá Hjalti Eliasson.

Kálfarnir komu undan Eyjafjöllum. Eigandinn bjargaði þeim áður en þeir lentu í kistunni.

-----------------
 Tekið af Facebook síðunni.  
 


September 2016
Katla að vakna ?
Talsvert líf var í eldstöðinni Kötlu síðsumar 2016.
Jarðskjálfti upp á 39. stig 26. september 2016, frétt af mbl.is.

Mynd frá Einar Ragnar.

Sjá einnig umfjöllun á vef Veðurstofu Íslands 3. október og 30. september.

Þá má benda á erindi prófessors, Páls Einarssonar jarðeðlisfræðings sem hann hélt á aðalfundi Fellsmerkur vorið 2014.

September 2016
Sigurskúfur sums staðar áberandi í Fellsmörk
Sigurskúfur heitir hann. Getur dreift nokkuð vel úr sér. Er þetta plantan sem á eftir að yfirtaka Fellsmörkina?



Ragnhildur Hrönn Sigurðardóttir sagði á Facebook að þetta sé  meinlaus planta. Hún sé falleg, blómstrar yndislega og hefur fallega haustliti. Leiðinleg þegar hún sáir sér (fræin dreifast eins og asparfræ) en ég held að hún yfirtaki ekki aðrar plöntur. Auðvelt sé að reita hana þar sem rótarkerfið er lítið.

Valdimar Reynisson sagði Sigurskúfurinn væri frekar þurftarfrek planta sem vex illa í næringarlitlum jarðvegi. Hann kunni vel við sig í skóglendi. Vex yfirleitt ekki mjög hátt uppí brekkur. þannig að við þurfum ekki að hafa áhyggjur að hann yfirtaki allt í fellsmörkinni það er líka nokkuð auðvelt að halda aftur af honum með slætti.

Sjá má sama svæði á Facebook síðunni veturinn eftir.

 -----------------
 
Tekið af Facebook síðunni.  
 



8. ágúst 2016
Seinni plöntudagur 27. ágúst 2016
Af Facebook síðunni frá Valdimar:

Jæja gott fólk þá fer seinni plöntudaginn á þessu sumri að renna upp. Laugardagurinn 27.8 hefur orðið fyrir valinu. við reiknum með að mæta við gömlu hlöðuna í Felli eins og venjulega kl 13:00. Allar plöntur sem koma þetta árið eru komnar en því miður komu ekki allar tegundirnar sem við pöntuðum.


21. júlí 2016
Heil og sæl: Fréttir af trjáplöntum!
Um komandi helgi kemur blágreni, lerki (Hrymur) og alaskaösp. Hallur kemur með plönturnar á föstudag eða laugardag og verða þær staðsettar við heimreiðina að bústaðnum á Heiðarbraut 3 (Björgvin og Hulda) vestan Fells. Nú þegar eru þar birki og sitkagreni. Við áttum að fá reynivið og bergfuru líka, en því miður nær gróðrastöðin ekki að afhenda það til okkar þetta árið. Þeir sem sækja plöntur eru beðnir um að skrá fjölda á blöð í kassanum sem þar er.


 
-------------
Tekið af Facebook síðunni, efni sem var sett fram af Jóhönnu Ólafsdóttur

20. júní 2016
Fréttir af plöntudeginum


Á fyrsta sameiginlega plöntunardegi Landnema í Fellsmörk- 18. júní - var plantað um 1700 birkiplöntum, af 2700 plantna sameignarskammti. Eingöngu birki og Sitkagreni er komið til afhendingar. Nokkrir bakkar eru staðsettir við heimreiðina að bústaðnum á Heiðarbraut 3 (Björgvin og Hulda) vestan Fells, og eru landnemar hvattir til að taka þær plöntur (og skrá fjölda á blöð í kassanum sem þar er).

Afgangurinn af plöntunum (þ.e. birki og sitkagreni) er í geymslu í gróðrarstöðinni á Tumastöðum í Fljótshlíð hjá Halli Björgvinssyni, þar sem einnig er hægt að sækja þær eftir samkomulagi; sími 864-6606. Aðrar tegundir s.s. Stafafura, Bergfura, Reynir, Ösp og Blágreni koma síðar, og verður afgreiðsla þeirra tilkynnt þegar þær birtast.

Plöntuskammtur fyrir hvert land:
  • Birki (Embla), 39 stk
  • Blágreni, 12 stk
  • Lerki (Hrymur), 30 stk
  • Reynir, 21 stk
  • Alaskaösp, 44 stk
  • Bergfura, 16 stk
  • Sitkagreni, 15 stk
Tilkynning verður sett hér inn þegar plönturnar berast til okkar. Minni á að Hallur er með birki og sitkagreni til afhendingar á Tumastöðum samkvæmt samkomulagi. Plöntunefndin stefnir að því að hafa annan plöntunardag síðsumars, þegar ljóst er hvað gengur af úr úthlutun til lóðahafa.

-------------
Tekið af Facebook síðunni, efni sem var sett fram af Jóhönnu Ólafsdóttur o.fl.

9. júní 2016
Fyrri gróðursetningardagur sumarsins verður þann 18.júní
Plöntunefnd blæs til fyrri gróðursetningardags sumarsins þann 18.júní næskomandi.

Mæting við gömlu hlöðuna í Felli kl 13:00. Það var ákveðið að hafa tvo gróðursetningardaga þetta árið, sá seinni verður auglýstur síðar. Ástæða þess að þetta er gert svona er að það eru ekki allar plöntur tilbúnar af því sem við erum að fá og svo er þetta stuttur fyrirvari þá hafa fleiri tækifæri til að leggja hönd á plóg. Á skráninagrblaðinu í kassanum góða verður allur plöntuskamturinn tiltekin þó svo að allar plöntur séu ekki komnar í hús.

Það lítur út fyrir að einungis birkið verði komið í tíma fyrir plöntudaginn. Við tókum eingöngu Emblubirki þetta árið. Þær tegundir sem eiga eftir að koma eru: bergfura, blágreni, sitkagreni, reynir, alaskaösp og lerki blendingurinn Hrymur.

Sjáumst hress plöntunefndin (Valdi, Jóhanna og Hallur)


júní 2016
Aðalfundur Félags landnema var haldinn 24. maí 2016
Aðalfundur félagsins var haldinn að Eilliðavatni.
Stjórn félagsins var falið að ganga frá endanlegri ályktun.

Athugið að fréttaannáll ársins 2016 var að mestu færður inn eftirá, í mars 2018. Aðallega byggt á því sem hafði áður verið skráð á Facebook síðu Fellsmerkur / Einar Ragnar - 25. mars 2018.
 
 
 
 

 

 

 

 

    

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.