UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

FRÉTTIR

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

2003
 

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

   

 

Fellsmörk

Fréttir árið 2006


28. desember 2006
Stjórnarfundur 28. desember

Stjórnarfundur var haldinn milli jóla og nýárs hjá Hjalta.  Fundargerð er aðgengileg á vefnum.  Sjá hér.
 


27. desember 2006
Fréttir af vegum og veðrum

Óveður hefur gert í desember.  Ekki er vitað um skemmdir á húsum landnema og þeir sem hafa farið um svæðið hafa litið eftir eignum.  Miklar skemmdir urðu hins vegar á gömlum bragga í landi Holts og er sagt að hann hafi splundrast.

Vegir inn í Hlíðarbraut og Krók voru ófærir um miðjan desember en hafa verið lagfærðir þannig að jeppafært er að telja þar inneftir.

Sjá mynd sumarið 2007 af bragganum 


8. desember 2006
Skemmdir á varnargörðum
Varnargarðar og slóðar fóru illa síðastliðið haust og hefur verið unnið að lagfæringum

Vestursvæðið:
Búið er að laga vesturslóða, færa og byggja veginn upp að hluta og setja nýtt ræsi við bæjarlækinn. Varnargarðurinn frá Einbúanum og austurúr er horfinn og í næsta hlaupi er því hætta á að áin vaði yfir allt aftur. Klósettið verður tekið í gegn næsta vor.


Austursvæðið:
Áin ferðast eftir austurslóða og allt ófært eða illfært. laga þarf vegarslóðana en einnig er nauðsynlegt að byggja upp varnargarðinn við Krók upp aftur. Klósettið verður tekið niður og fært í skjól.
 


8. desember 2006
Stjórnarfundur 7. desember
Stjórnarfundur var haldinn 7. desember hjá Einari Ragnari.  Fundargerð er á vefnum, sjá hér.
 

júní 2006
Plöntudagur á Jónsmessu 24. júní
Árlegur plöntudagur Fellsmerkur var haldinn á Jónsmessunni 24. júní árið 2006.  Tókst vel að vanda.  Myndir frá plöntuninni sem Hannes Siggason tók má sjá hér.
 

Apríl 2006
Fannfergi á páskum
Fólk í Fellsmörk vaknaði í sannkölluðu æfintýralandi að morgni laugardags um páska. Það var snjólaust að kvöldi föstudags langa en um nóttina snjóaði töluvert í logni og skartaði Fellsmörkin sínu fegursta um morguninn.

Nánar


Janúar 2006
Miklir vatnavextir í janúar 2006

Snjórinn sem var um miðjan janúar 2006 í Fellsmörk tók fljótt upp þegar hlýnaði í veðri og hann lagðist í stórrigningar. Sunnudaginn 29. janúar voru gríðarlegir vatnavextir og flæddi Hafursáin út um allt. Fólk sem var í Fellsmörk var heppið að komast til baka heilu og höldnu!

Nánar
 


 

 

 

 

    

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.