UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

FRÉTTIR

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

2003
 

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

   

 

Fellsmörk

Fréttir árið 2020

21. júní 2020
Aðalfundur haldinn 15. júní 2020

Aðalfundur Félags landnema á Fellsmörk var haldinn að Elliðavatni 15. júní síðastliðinn. Helstu fréttir eru þær að ákveðið var að félagið myndi styrkja landnema til að kaupa eldklöppur með um helmings niðurgreiðslu á eina eldklöppu fyrir hvern félagsmann.

Stjórnin var endurkjörin en að auki bættist Albrecht Ehmann í stjórnina.

Hreinn Óskarsson sviðsstjóri hjá Skógræktinni flutti erindi um gróðurelda.

Kynning á Eldklöppum


1. júní 2020
Aðalfundur 2020

Boðað hefur verið til aðalfundar í Félagi landnema á Fellsmörk og verður fundurinn haldinn 15. júní, sbr. útsent fundarboð.

 


28. apríl 2020
Ennþá illfært yfir Keldudalslækinn

Gert var við skemmdirnar við Keldudalslækinn til bráðabirgða fljótlega eftir að hann skemmdist en það mátti heita illfært þar yfir fram á vorið.

Tryggvi Þórðarson  var á ferðinni í lok apríl, tók myndina að ofan og hafði þetta að segja á Facebook síðu Fellsmerkur:

"Við vorum í Fellsmörkinni um síðustu helgi. Það var illfært inn að Króki vegna þess að Keldudalslækurinn hafði rofið úr veginum við ræsin. Ég lét Helga hjá Skógræktarfélaginu vita og hefur hann beðið Sigurjón í Pétursey um að kíkja á þetta. Vonandi tekst að laga þetta en það er ekki svo einfalt nema notað verði grófara efni sem lækurinn ræður ekki við að taka. Myndirnar voru teknar á Sunnudaginn."


5. febrúar 2020
Vatnavextir og vegaskemmdir

Það voru vatnavextir í byrjun febrúar og tók meðal annars ræsið á Keldudalsánni. Samkvæmt upplýsingum frá Hjalta Elíassyni sem tók meðfylgkandi mynd, héldu varnargarðar Hafursánni í skefjum. Ekki bárust fréttir af ástandi á vestur hluta Fellsmerkur.


 

 

 

 

    

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.