UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

FRÉTTIR

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

2003
 

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

   

 

Fellsmörk - eldri fréttir

Fréttir árið 2007

12. janúar 2008
Úrvinnsla GPS mælinga

Úrvinnsla GPS mælinganna frá síðasta hausti stendur yfir og hittist stjórnin ásamt þeim sem hafa komið að mælingunum á vinnufundi 10 janúar.  Farið var mælingar hverrar brautar og sýndi Elín frá Landnotum hvernig hver braut kemur út á loftmyndum.  Flestar brautir eru nokkuð klárar en fulltrúi hverrar brautar þarf að kynna útkomuna fyrir landnemum.  Líklega þarf að mæla einhverja hæla upp á nýtt. Þegar niðurstöður eru klárar verður væntanlega boðað til almenns félagsfundar þar sem farið verður yfir mælingarnar í heild sinni. 

Sjá fundargerð

 


21. desember 2007
Mikið í ánum

Hjalti og Júlía voru á ferðinni.

"Sæl öll. Skrap austur í gær . Mikið í öllum ám og gat brölt inn í Krók með harmkvælum. Fyrir vestan var allt á kafi og sýndist mér varla farandi vestureftir nema fyrir fuglinn  fljúgandi..( sjá myndir.) "

Myndir

 


2007
Um fræðslufund nóvembermánaðar

Félag landnema á Fellsmörk hélt almennan félagsfund 5. nóvember þar sem fjallað var um starf félagsins Jón Geir Pétursson, skógfræðingur hjá Skógræktarfélagi Íslands hélt  fræðsluerindi - Frá skógeyðingu til skógræktar. Einnig var fjallað um starf félagsins og einkum hvernig GPS mælingum hefur miðað. Í kaffihléi var myndasýning sett saman úr myndum frá Hjalta Elíassyni, Einari Kristjánssyni og Einari Ragnari Sigurðssyni.  Myndirnar koma á vefinn seinna en fundargerðin er komin.

Fundargerð (PDF skjal)

 


2. desember 2007
Það er vetur á Fellsmörk

Búrfell in the morning - Venus and The Moon
Það er ennþá a.m.k. jeppafært á austursvæðinu.  Venus, tunglið og Búrfell skörtuðu sínu fegursta í dagrenningu.  Á myndinni hér fyrir neðan sér yfir vatnasvið Hafursár fyrir neðan Hlíðarbrautina og sér ekki mikið til árinnar (hægt að smella á myndina til að fá hana stóra)

Fellsmörk in panorama view 


11. október 2007
Orðið jeppafært á Fellsmörk

Eftirfarandi SMS skilaboð bárust fráfrá Sigurjóni í Pétursey 6. okt. s.l.: Fært er orðið fyrir fjórhjóladrifna bíla á Felli.


10. október 2007
Búið að mæla - úrvinnsla í gangi

GPS mælingar gengu áfram vel síðustu helgi þrátt fyrir ófæra vegi.  Mælingunum sjálfum er lokið og hafa allar brautir verið mældar.  Úrvinnsla mælinga er að hefjast og má búast við að henni ljúki á rúmum mánuði.



3.október 2007
Algjörlega ófært á austursvæðinu

Sigurjón í Pétursey hafði samband í dag.

Hann hafði byrjað lagfæringar á veginum á vestursvæðinu. S.l. nótt (aðfararnótt þriðjud. 2. okt.) gerði mjög mikið vatnsveður þannig að allt sem búið var að gera eyðilagðist.  Varnargarðurinn sem Vegagerðin gerði fyrir ca. 5 - 7 árum fór í sundur og mun Einbúinn vera umflotinn! 

Vegurinn að vestursvæðinu er þannig með öllu ófær.  Sigurjón setti grjóthnullunga yfir veginn þar sem hann fer yfir varnargarðinn (nálægt ruslagámnum) til þess að hindra að einhver lendi í hremmingum.

Af austursvæðinu er það hins vegar að frétta að þar eru vegir vel færir.  Engar vegaskemmdir þar. Reyndar hafði Keldudalsáin flætt lítillega yfir veginn - en það var lagað.


1. október 2007
GPS mælingar ganga vel

Að sögn Elínar hjá Landnotum gengu mælingarnar mjög vel í frábæru haustveðri 25. september síðastliðinn. Hún hafði mælt sér mót við 2 brautarstjóra sem gátu mætt þann dag, þá Kristinn Helgason fyrir Heiðarbraut og Hjalta Elíasson fyrir Hlíðarbraut, Keldudal og Krók).   Mældar voru lóðir við Heiðarbraut, Hlíðarbraut, í Keldudal og lóðin Krókur 11.  Mælt var í tæpar 9 klst samfellt, fram í myrkur  

Ef hægt verður að ná brautarstjórum við Hólsbraut og Gilbraut austur sama dag verður hægt að klára það sem eftir er á einum degi… ef veður verður jafn hagstætt og þennen dag.

Það mun ekki verða unnið úr mælingunum fyrr en stafræni kortagrunnurinn er kominn en hér að neðan er skjámynd sem sýnir stöðu punktanna.


Hægt að smella á myndina til að fá hana stóra.


26. september 2007

Færð á vegum á Fellsmörk

Við GPS mælingarnar í vikunni var hægt að meta færð á vegarslóðum á Fellsmörkinni. Slóðarnir eru ekki með öllu ófærir en svo höfð séu eftir orð Kristins Helgasonar um færðina á vestur svæðinu þá:

"Mér hugkvæmdist ekki að ljósmynda veginn (nema það sem mér þótti skondið Nefnilega Ræsi -í sumar (eða ölluheldur haust) fríi - allnokkru ofanvið vinnustaðinn sinn? Öllu reyndist þó óhætt. Engar sandbleytur eða mjög grófar torfærur (amk ekki í þessum dýrðarþurki) - en víst er um það, að venjulegum lágum fólksbíl þarf að aka af mikilli gætni - ef slíkur ætti að ná á leiðarenda. (Ég myndaði ekki grófu kaflana, sem eru ofar).

Hvern veginn unnt verður að "telja" Klifanda á, að láta veginn okkar í friði, er mér óljóst (nema þá með verulega kostnaðarsömum "Pulsu" eða "Grjótgarða" framkvæmdum) ? "

Myndir Kristins hér að neðan tala sínu máli.  Eitthvað sést eftir af slóðanum en annars staðar er hann farinn veg allrar veraldar.  Og eins og sjá má þá er þarna ræsi eitthvað að dóla sér í tómu aðgerðaleysi!


Það flæðir yfir veginn á einhverjum köflum.


Ræsið sem skolast hefur burt frá sínum vinnustað.


Ýtan sem er hið mesta þarfaþing í framkvæmdum á Fellsmörk

Af austursvæðinu er það að frétta að Sigurjón rak þar ýtu eða skóflutönn niður fyrr í vikunni og eru vegir þar sagðir með skárra móti og ættu að vera færir öllum venjulegum bílum ef farið er með gát.


26. september 2007
Fyrsti dagur í GPS
mælingu gekk vel!

GPS mæling gærdagsins gekk vel.  Hjalti Elíasson og Kristinn Helgason fóru um svæðið með Elínu frá Landnotum.  Svo haft sé eftir hjalta þá:

"Búið að mæla Hlíðarbraut(alla),Keldudal, Sigurgeir lækni, og gert klárt til mælingar í Krók og Dalbraut.

Einnig kláraði Elín að mæla Heiðarbraut. Allt gekk vel.

Fallegt veður og hiti."


Þeir Kristinn og Hjalti fóru um svæðið með Elínu og gengu mælingarnar mjög vel. Var augljóst að hér var verið að vanda til verks sem lengi hefur verið beðið eftir.



Elín við mælingar á Fellsmörk 25. september 2007


Kvöldið fyrir mælingarnar var bjart veður og tók Kristinn þessa skemmtilegu mynd hér af tunglinu yfir Pétursey.


26. september 2007
Nýjar myndir komnar á vefinn

Nokkrar myndir frá síðasta sumri hafa verið settar á vefinn. Þessar myndir eru frá umsjónarmanni vefsins, Einari Ragnari.  Aðrir landnemar sem lúra á skemmtilegum myndum mega gjarnan koma þeim á framfæri og senda á netfangið eragnar@skyrr.is.

Sjá myndir á myndasíðu
Ath að þetta eru margar myndir og getur tekið smá tíma að fá þær allar til að birast


25. september 2007
Enn ófært eða illfært í Fellsmörk

Vegurinn að vestursvæðinu í Fellsmörk er enn með öllu ófær.  Búist er við að viðgerðir hefjist næsta fimmtudag (27. september).  Vegurinn á austursvæðinu þarfnast einnig lagfæringa en telst ekki ófær. Til greina kemur þar að taka niður girðinguna á aurunum og ýta upp varanlegri vegslóð núna í haust.


 
25. september 2007
GPS mælingar að hefjast

Veðurspá var hagstæð fyrir daginn í dag á Fellsmörk og var fyrirhugað að hefja GPS mælingar á landnemaspildum. Er óskandi að mælingar gangi vel fyrir sig þó ástand veganna sé dapurt um þessar mundir. Nánari upplýsingar um framgang mælinganna verða settar á vefinn fljótlega. 


21. september 2007
Fyrsti stjórnarfundur nýrrar stjórnar

Fyrsti stjórnarfundur vetrarins var haldinn í gær, 20. september.  Fundargerð er aðgengileg á vefnum.

Fundargerð stjórnarfundar 20. september 2007

 


13. september 2007
Vatnavextir - ófært á vesturhluta Fellsmerkur

Vegurinn á vestursvæðinu er ófær vegna vatnavaxta. Holtsáin hefur grafið frá brúarstöplum - að hluta til - er þó bílfært með varkárni. Jeppafært er á austursvæðinu.

Sigurjón í Pétursey vinnur að viðgerð (13. september 2007).


13. ágúst 2007
Sauðfé á Fellsmörk ?

Kindur á Fellsmörk neðan Hólsbrautar júlí 2007 

Í sumar hefur verið hópur af kindum hímandi utan girðingar við brúna yfir Klifanda og hefur sést til nokkurra kinda sem voru komnar yfir girðinguna.  Girðingin virðist ekki vera fullkomlega fjárheld og eflaust hefur eitthvað af fénu leitað þar upp í Fellsmörkina.

Þá eru fregnir af fé sem var komið ofarlega í Heiðarbraut og hefur því verið stuggað burt upp til heiða.  Einnig hafa landnemar verið í smalamennsku í Keldudalsheiðinni og í brekkubrún fyrir ofan Krók.

Unnið er að lagfæringum á girðingum en landnemar sem hafa orðið varir við fé eða vita hvaðan féð er upprunnið mætti gjarnan láta fulltrúa sinnar brautar í stjórn vita.


6. júlí 2007
Sameiginleg gróðursetning í blíðskaparveðri

Veðrið lék við landnema á Fellsmörk þegar sameiginlegur gróðursetningardagur var á Jónsmessunni, 24. júní síðastliðinn.  Gróðursett var utan í Fellinu eins og undanfarin ár og tókst að vanda vel til.  Að loknu vel heppnuðu dagsverki var efnt til sameiginlegrar grillveislu í Dönskutó, bústað Hjalta og Júlíu í Króki.

Hannes Siggason formaður Fellsmerkur myndaði daginn og eru myndirnar aðgengilegar hér.


14. júní 2007
Ný stjórn kosin á aðalfundi Fellsmerkur 31. maí 2007
Aðalfundur Fellsmerkur var haldinn 31. maí síðastliðinn.  Einar Ragnar sem verið hefur formaður síðustu fimm ár gaf ekki kost á sér áfram en í hans stað var kjörinn Hannes Siggason.  Önnur breyting var að Sveinn Björnsson gaf ekki kost á sér sem fulltrúi Heiðarbrautar og tók Sigrún María Kristinsdóttir sæti hans.  Stjórnin er þá skipuð eftirtöldum aðilum:

Hannes Siggason, formaður
Auðunn Oddsson, Keldudal
Einar Kristjánsson, Gilbraut
Einar Ragnar Sigurðsson, Hlíðarbraut
Hjalti Elíasson, Króki
Kjartan J. Kárason, Hólsbraut
Sigrún María Kristinsdóttir, Heiðarbraut

 Meiri upplýsingar um aðalfundinn og m.a. ályktun hans eru væntanlegar.


25. maí 2007
Sameiginleg gróðursetning á dagskrá 23. júní 2007
Árlegur sameiginlegur gróðursetningardagur á Fellsmörk hefur verið ákveðinn 23. júní n.k.  Bréf er á leiðinni til félagsmanna, sjá að neðan.

Bréf um sameignlegan gróðursetningardag (PDF)


16. maí 2007
Aðalfundur 31. maí 2007
Aðalfundur Fellsmerkur verður haldinn fimmtudaginn 31. maí 2007 kl. 20:00.

Sjá nánar í fundarboði (PDF)


2. apríl 2007
Ástand vega í Fellsmörk yfir páska
Gera má ráð fyrir að landnemar á Fellsmörk verði á ferðinni yfir páskana.  Af slóðum er það að frétta að allt á að vera sæmilega fært á vestursvæðinu, þ.e. fyrir vestan Fellið. 

Vegir á austursvæðinu voru lagaðir á laugardag 31. mars en fóru aftur daginn eftir sbr. myndir hér að neðan.  Sigurjón í Pétursey mun hins vegar þegar eitthvað sjatnar, fara inneftir og laga vegina til bráðabirgða fyrir páskaumferðina.  Það má því gera ráð fyrir að fært verði yfir páskana á meðan ekki vex aftur í ánum.


1. apríl 2007
Vatnavextir eina ferðina enn!

Snjó hefur nú tekið að mestu upp með einhverjum vatnavöxtum eins og við var að búast.  Sveinn Björnsson var á ferð í Fellsmörk og tók myndir af vatnavöxtum fyrir neðan Keldudal í dag 1. apríl.  Ljóst er að vegir hafa skemmst og þarf að huga að viðgerðum eins og mögulegt er fyrir páska.

Sjá stærri myndir á myndasíðu


18. mars 2007
Allt á kafi í snjó

Laugardaginn 17. mars kyngdi niður snjó í Fellsmörk og urðu allir slóðar ófærir.  Fært var á vel búnum jeppum veginn inn að Álftagróf.  Landnemar sem keyrt höfðu áfram inn slóðana fyrr um helgina lentu í vandræðum með að komast til baka á sunnudeginum þegar myndin að ofan var tekin.

Sjá fleiri myndir á myndasíðu

Panorama mynd í fullri stærð

 


7. mars 2007
Tölur um gróðursetningu síðasta sumars komnar á vefinn

Hannes Siggason hefur tekið saman upplýsingar um hvar hverju var plantað síðastliðið sumar eins og endranær.  Sameiginleg gróðursetning var eins og á síðasta ári í austurhlíðum Fellsins og var þar plantað alls 2.680 plöntum.   Af einstökum brautum var mest plantað í Króki, alls 2.295 plöntur.  Á svæðinu var alls plantað rúmlega 10 þúsund plöntum  í Landgræðsluskógaverkefninu.

Eins og undanfarin ár var mest plantað af birki eða tæp 80% af fjölda plantna.

Sjá nánar á Landgræðsluskógasíðu Fellsmerkur

 


8. febrúar 2007
Fært öllum bílum í Fellsmörk!

Hjalti og Júlía voru fyrir austan um síðustu helgi (3. og 4. febrúar) og var fært öllum bílum inneftir í Krók. Lítið var í ánum svo þær voru víðs fjarri. 

Eftirlegu rollur fundust inni á heiði.

Eigandinn í Álftagróf kominn á nýjan traktor og var að fara um svæðið.

Fleiri myndir eru á myndasíðu.

 


Febrúar 2007
Helgimynd birtist í moldarflagi

Moldarflög geta tekið á sig undarlegar myndir.  Þessi mynd sem var tekin í Gilbraut fyrir nokkrum árum komst núna loksins á tölvutækt form.  En eitt kvöld þegar Áslaug B. Ólafsdóttir og Halldór Vilhelmsson voru í Fellsmörk þá blasti þessi undarlega myndun við þeim andspænis Gilbrautinni.  Engu líkara en er að þarna birtist einhvers konar mannsmynd eða helgimynd í moldarflaginu!  Daginn eftir var þar ekkert óvenjulegt að sjá.


26. janúar 2007
Landgræðsluskógasamningur undirritaður
Miðvikudaginn 24. janúar sl. skrifuðu fulltrúar Skógræktarfélags Reykjavíkur og Skógræktarfélags Íslands undir samning um landgræðsluskóg vegna Fellsmerkur.  Samningurinn mun tryggja árlega úthlutun á trjáplöntun næstu árin eða á meðan ríkið stendur fyrir landgræðsluskógaverkefninu.  Samningurinn er í þinglýsingu.

24. janúar 2007
Hafursá hamlar för í Fellsmörk

Albrecht og Birgit voru á ferð í Fellsmörk 5. janúar og breiddi Hafursáin þá úr sér þar sem vegstæðið inn í Hlíðarbraut og Krók er vant að vera.

3. janúar 2007
Landgræðsluskógaverkefnið
Verið er að undirbúa árlega umsókn Fellsmerkur í Landgræðsluskógaverkefnið.  Gert er ráð fyrir hefðbundnum plöntudegi seinni hluta júnímánaðar.  Plöntunefnd undir forystu Hannesar Siggasonar sér um málið.

 




 

 

 

    

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.