UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

FRÉTTIR

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

2003
 

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

   

 

Fellsmörk

Fréttir árið 2011


22. desember 2011
Gömul kort sem sýna Fellsmörk
Á vef Landmælinga Íslands hafa verið birtar upphaflegir uppdrættir dönsku dátanna sem kortlögðu Ísland á fyrri hluta síðustu aldar. Eftir smá grams í uppdráttunum fundust fljótlega þrír uppdrættir sem tengjasts Fellsmörk. Eru það fyrst uppdrættir sem hafa væntanlega verið grunnurinn fyrir Atlaskortin í mælikvarða 1:100.000. Er hægt að skoða þá uppdrætti með að smella á þumalmyndirnar að neðan.


Uppdráttur sem sýnir Holt, Álftagróf og Keldudal eru hér fyrir neðan.

Bæjarnafnið Fell kemur svo fram á öðrum uppdrætti og gæti þá þar verið átt við Fellið í Fellsmörk.


Þessa uppdrætti og fleiri er að finna á vef Landmælinga Íslands, þar sem annars vegar er hægt að sjá bæjarteikningar og og hins vegar uppdrætti fyrir Atlas kortin sjálf.

19. desember 2011
Framkvæmdir á Fellsmörk!
VMM_4372 Skurðgrafa vinnur við grjótvörn varnargarðs - Búrfell í baksýn

Mál hafa nú þokast töluvert til betri vegar í vega- og varnargarðamálum á Fellsmörk. Að frumkvæði Haraldar í Álftagróf hefur verktakinn Suðurverk hafið vinnu við lagfæringar varnargarða og var unnið myrkranna á milli og rúmlega það fram á sunnudag síðustu helgi fyrir jól. Varnargarðarnir sem unnið er að líta á allan hátt út fyrir að vera vandaðri, betur hugsaðir og meira í þá lagt en hefur sést áður. Kominn er garður sem nær alla leið frá Holti, framhjá Álftagróf og endar þar sem slóðinn liggur upp í Hlíðarbraut.

Pano_5-1500 Yfirlit yfir framkvæmdasvæðið.
Ath. að hægt er að smella á myndina til að fá hana stóra.


Myndin að ofan að ofan sýnir framkvæmdasvæðið en einungis en samkvæmt upplýsingum starfsmanna á staðnum er einungis hluti framkvæmdanna er búinn. Garðurinn sem er kominn er á vissan hátt tilraunaverkefni með grjótvörn sem liggur ekki utan á garðinum heldur liggur út frá honum með vissu millibili. Vinnunni verður síðan haldið áfram væntanlega eftir áramót og verður þá tengt við garðinn sem rofnaði sumarið 2009. Þar verður að sögn vandað mjög til grjótvarnar þannig að garðurinn á að halda ánni í skefjum þó hún vaxi.

Nú þegar er hins vegar hægt að nota varnargarðana til að keyra inn á austurhluta Fellsmerkur og ef snjóar eru ekki til vandræða þá má gera ráð fyrir að hægt verði að komast inn á austursvæði Fellsmerkur það sem eftir lifir vetrar.

Hægt er að skoða fleiri myndir með að smella á myndirnar hér að neðan:
VMM_4312 VMM_4306 Hér er verið að vígja nýja veginn! Seinni myndin sýnir hvar búið er að ganga þannig frá að hægt sé að halda áfram inn í Hlíðarbraut og Krók.

VMM_4320 VMM_4345
Grjótvörnin lögð út

VMM_4337 VMM_4358
Aðkoman frá Álftagróf upp á varnargarðinn og á seinni myndinni sést hvernig varnargarðurinn liggur upp við gróðurlendið neðst í Hlíðarbraut

VMM_4168 VMM_4138 VMM_4147 VMM_4174
Og eins og sjá má þá var unnið rúmlega myrkranna á milli!

19. desember 2011
Vetur á Fellsmörk
Fellsmörk er ekki síður sjarmerandi að vetrarlagi en sumarlagi þó það verður að játast að erfitt getur að komast þangað ef snjóar eru miklir og/eða ef vatnavextir hafa spillt slóðunum. Þó láta ekki allir sér allt fyrir brjósti brenna og það eru að minnsta kosti alltaf einhverjar Fellsmerkurferðir á austurhluta Fellsmerkur yfir veturinn hjá Hjalta og Júlíu í Króki, bræðrunum Einari Ragnari og Gunnari í Hlíðarbraut og Helgu og Auðunni i keldudal.

Bræðurnir voru á ferð um síðustu helgi aðventunnar og það var töluverður snjór í skógræktinni snjódýpt nokkuð víða um 1 meter en utan Fellsmerkur var víðast minni snjór. Myndirnar sem fylgja með tala sínu máli.

Jólaleg sýn til Búrfellsins Jólaleg sýn til Búrfellsins

Jólastemning Jólastemning

Kveikt upp í útigrilli sem var undir metersdjúpum snjó! Kveikt upp í útigrilli sem var undir metersdjúpum snjó!

Séð yfir Keldudalinn Séð yfir Keldudalinn

Spor... refaspor ? Töluvert var af dýrasporum sem eru hugsanlega eftir ref.

Séð yfir Krókinn Séð yfir Krókinn

Ruslagámurinn undir Fellsfjalli Ruslagámurinn undir Fellsfjalli er alltaf myndrænn!

5. september 2011
Orðið ófært á austursvæði Fellsmerkur
Hafursá hefur aftur sótt í sama farið og sunnudag 4. september var stór hluti árinnar kominn upp að Hlíðarbrautinni á smá kafla. Það er reyndar ekki langur kafli sem vegurinn er farinn en þar dugar þó, þar sem hann er þar alveg farinn og áin ekki á færi nema breyttra jeppa.

Óvíst verður að telja með viðgerð fyrr en þá næsta vor.

5. september 2011
Ygla - Árlegur haustgestur á Fellsmörk
Yglur í essinu sínu
Ef vel er að gáð má telja 6 yglur á myndinni og töluvert af hálf- og al-étnu laufi

Árlegur frekar óvelkominn gestur víða á Fellsmörk síðla í ágúst eða byrjun september ár hvert eru yglurnar. Það er hugsanlegt að þær séu eitthvað seinna á ferðinni þetta árið en undanfarið ár en a.m.k. á Hlíðarbraut þar sem myndin að ofan er tekin má telja að þær séu í meðallagi. Á þessari einu mynd sem sýnir lítinn hluta af ekki mjög stóru tré má telja 6 yglur. Sum meters há tré voru með yfir 30 yglur!

Almennt má reikna með að lauftrén þoli þetta sæmilega þar sem yglurnar herja ekki fyrr en í lok vaxtartímans og það kemur jú nýtt lauf næsta vor. Verra er hins vegar með barrtrén. Reynslan hefur sýnt að í slæmum ygluárum getur gróðursetning greinitrjáa eins sumars farið fyrir bý. Grenitré gróðursett úr bakka sem er kannski 20cm hátt er auðveldlega étið upp til agna af einni til tveimur yglum og grenitré sem lendir í slíku á fyrsta hausti eftir gróðursetningu á eiginlega ekki neina möguleika á að lifa af.

5. september 2011
Evrópulerki á Tumastöðum
Komið hefur í ljós að við í Fellsmörk eigum 8 bakka af Evrópulerki á Tumastöðum. Þetta eru plöntur sem okkur var úthlutað í sumar en bárust seint og var í raun búið að afskrifa þær. Ef einhver hefur áhuga á að fá plöntur og gróðursetja þær er hægt að hafa samband við Hjalta (hjaltie@mi.is) fyrir helgi.

14. ágúst 2011
Fellsmörk á Fésbókinni
Sett hefur verið upp síða fyrir Fellsmörk á Facebook, Fésbók eða hvað fólk vill kalla þann vef. Hægt er að komast á síðuna með að smella hér. Síðan á að vera sýnileg öllum og félagar á Fellsmörk ásamt öðrum áhugasömum geta að sjálfsögðu gengið í hópinn!

9. ágúst 2011
Hafursá sækir í sama farið aftur
VMM_2334
Lænan úr Hafursá sem liggur upp að landi Fellsmerkur við Hlíðarbraut. Vatn liggur á veginum sem er þó jepplingsfær.

Nokkrar skemmdir hafa nú þegar orðið á varnargörðunum á aurum Hafursár sem voru gerðir fyrr í sumar. Stærstur hluti árinnar rennur þó ennþá utarlega á aurunum nær Litla-Höfða en læna úr ánni hefur þó fundið sér farveg upp að Fellsmörk og liggur vatn úr henni á vegarslóðanum inn í Hlíðarbraut og Krók, sbr. myndina að ofan.

Í eðlilegur sumarrennsli eru varnargarðarnir ekki að skemmast meira eins og staðan er núna og einnig líklega frekar auðvelt að laga varnargarðinn þannig að áin haldist áfram úti á aurnum. Ef hins vegar (og þegar) vex í ánni með rigningarflóðum, þá verður að teljast líklegt að áin fari aftur í svipað far og hún var í allt síðasta ár.

VMM_2209
Á aurum Hafursár þar sem varnargarðar hafa skemmst. Leiðigarðurinn sem sjá mátti á mynd með frétt frá 21. júlí og var vinstra megin við Hafursána er horfinn.


29. júlí 2011
Fréttir af vegamálum fyrir verslunarmannahelgi

Sælt veri fólkið.

Nýjustu fréttir af vegamálum í Fellsmörk eru þær að það sé nú fólksbílafært að öllum löndum. Einhver viðgerð fór fram í vikunni á veginum inn í Krók og eitthvað mun hafa verið átt við ána við Einbúann á Vestursvæðinu svo hún á að vera til friðs þar. Þetta eru fréttir frá Hjalta hafðar eftir Helga Gíslasyni, framkvæmdastjóra Skógræktarfélagsins. Hjalti bað mig að koma þeim til ykkar. Vegirnir ættu því ekki að vera fyrirstaða núna um verslunarmannahelgina.

Bestu kveðjur Tryggvi Þórðarson


21. júlí 2011
Hafursá hamin

Ármót Hafursár og Lambár
Ármót Hafursár og Lambár. Leiðigarður heldur Hafursá í skefjum.

Það heyrir til tíðinda að fært sé fyrir flesta bíla á austursvæði Fellsmerkur!

Búið er að breyta farvegi Lambár og Hafursár þannig að árnar renna núna utar á aurunum. Nýir eða endurnýjaðir varnargarðar hafa verið gerðir fyrir báðar árnar þannig að bæði Lambá og Hafursá er veitt utar á aurana en hefur verið undanfarin ár. Á myndinni að ofan sem er tekin ofan á varnargarðinum sýnir hvar árnar koma saman, hvor á bakvið sinn varnargarðinn.

Á meðan þessir varnargarðar halda þá eru landnemar á Fellsmörk lausir við ágang þessara vatnsfalla en það á eftir að koma í ljós hve lengi þessir garðar halda. Þó þeir séu háir og miklir þá er ekki mikið stórgrýti í þeim og þar sem árnar koma saman er farvegurinn frekar þröngur. Nú þegar er búið að étast eitthvað úr görðunum og það er ljóst að ef eða þegar vatnavextir verða þá verða þessir garðar undir mjög miklu álagi.

Þetta var gert einhvern tíman fyrr í mánuðinum eða jafn vel í lok júní.


júní 2011
Sameiginleg gróðursetning fellur niður
Vegna bleytu og kulda í vor bárust trjáplöntur ekki í tæka tíð fyrir sameiginlega gróðursetningu og var hún því felld niður. Eftirfarandi er bréf Hjalta Elíassonar 16. júní vegna málsins til landnema:

    ---------------------------------------------------------------

    Reykjavík 16 júní ,

    Ágætu félagar.

    Nú er málum þannig háttað að við höfum ekki fengið plöntur þær sem við höfðum hugsað okkur að setja niður á laugardaginn. Þar er við náttúruöflin að sakast, snjór, blautt og kalt á Egilstöðum og ekki tekist að uppfylla plöntuúthlutun. Við flautum því gróðursetningu af á laugardag, en munum vera með skammta landnema í greni, og víðitegundum á svæðinu. Plönturnar verða við rústirnar innan við gömlu hlöðuna á Felli.

    Fólk getur sótt þær þar á laugardag eða næstu daga. Munum hafa þær þar einhvern tíma í vatnsbaði.

    Þegar við fáum Birki skammtinn þá látum við fólk vita og skoðum málið , hvort fólk sjái sér fært að setja niður skammtinn í hóp eða geri það ef fólk hefur tíma til eða áhuga á.

    Skammturinn í ár er svona:
    • Birki ...............3 bakkar. (þegar það kemur)
    • Lerki ...............18 plöntur (þegar það kemur)
    • Sitkagreni..........1/2 bakki.
    • Alaskavíðir ...........1/2 bakki
    • Gulvíðir ............. 9 plöntur.
    • Jörfavíðir...................1/2 bakki.

    Biðjum fólk að virða plöntuskammtinn.

    Biðjum fólk að skrá þær plöntur sem þeir taka á færslublað sem staðsett verður í „kassanum góða“ sem staðsettur verður við plönturnar. Þá fáum við smáskammt af fræi og áburði og munum við bera á plöntur undir Felli. Þær sem við höfum gróursett í almenning undanfarin ár. Landnemar eru minntir á að skila tómum plöntubökkum í gömlu hlöðuna á Felli.

    Hittumst heil á Fellsmörk – Skógarkveðjur!


    Undirbúningshópurinn

    Hjalti Elíasson
    Þorvaldur Ólafsson
    Júlía Andersen
    Valdimar Reynisson
    Tryggvi Felixson

    ---------------------------------------------------------------
Þetta er annað árið í röð sem sameiginleg gróðursetning fellur niður. Árið 2011 var það eldgosið í Eyjafjallajökli sem var að trufla en núna var það tíðarfarið í vor. Sem betur fer fá landnemar þó plöntur núna til gróðursetningar á löndum sínum en á síðasta ári var ákveðið að afþakka allar plöntur.

Grenið  í súldinni
Súldarleg grenigrein, en það var einmitt súld og kuldi sem kom í veg fyrir sameiginlega gróðursetningu landnema án Fellsmörk sumarið 2011

9. maí 2011
Sameiginleg gróðursetning áætluð laugardag 18. júní 2011

Kæru landnemar.

Gróðursetningarnefnd hefur fengið vilyrði fyrir plöntuskammti þetta árið. Nefndin hefur ákveðið  gróðursetningadag laugardaginn 18. júní 2011. Landnemar eru beðnir að taka þennan dag frá og fylgjast með frekari tilkynningum um framkvæmd dagsins. Bestu kveðjur.

Nefndin.


18. apríl 2011
Það er orðið fólksbíla- og/eða jepplingsfært

Hjalti Elíasson hafði samband við Sigurjón í Pétursey.

Búið er að renna yfir vegarslóða að vestanverðu með veghefli og ætti að vera orðið fært flestum bílum þar. Á austursvæðinu er búið að veita ánum frá hlíðinni og renna yfir með heflinum. Ekki eru nein ræsi í lækjarsprænunum þannig að fólk hafi það í huga ef hugað er að austurferð um páskana. 
-----
Nýrri upplýsingar:  Hafursá aftur kominn að hluta til upp að Hlíðarbraut og ekki fært nema fyrir öflugri jeppa inn í Hlíðarbraut og inn í Krók.


17. apríl 2011
Lagfæringar á vegslóðum

Reynt verður að laga vegslóða inn í Fellsmörk þannig að það verði a.m.k. fært jepplingum bæði á vestur- og austurhluta Fellsmerkur.  Þetta verður einungis bráðabirgðalagfæring á vegslóðum en vonast til að þetta takist fyrir páska og vegir verði þá nothæfir um páskana.


17. apríl 2011
Aðalfundur 27. apríl 2011

Aðalfundur Fellsmerkur verður haldinn 27. apríl 2011 að Elliðavatni og hefst fundurinn kl. 20:00.  Fundarboð hefur verið sent til félagsmanna í pósti.


Apríl 2011
Fjallað um Fellsmörk á aðalfundi Skógræktarfélags Reykjavíkur 13. apríl

Aðalfundur Skógræktarfélags Reykjavíkur var haldinn 13. apríl síðastliðinn.  Í skýrslu stjórnar sem formaður félagsins, Þrötsur Ólafsson flutti var komið inn á málefni    fellsmerkur:

"Við eigum annars konar Heiðmörk austur undir Klofningum undan Mýrdalsjökli, sem gefið var nafnið Fellsmörk. Þetta er land fjögurra býla sem ríkið tók eignarnámi á níunda áratugi síðustu aldar, til að geta haft betri stjórn á tveimur fljótum, sem afmarka mörkina - Klifanda að vestan en Hafursá að sunnan og austan. Til að bægja fljótunum  frá þjóðveginum um Suðurland var þeim beint á köflum uppí landið, þar sem þau hafa farið hamförum, brotið land og eytt vegum.

Skógræktarfélagið gerði  samkomulag við ríkið  árið 1988 til fimmtíu ára, um að það fengi landið til leigu, með heimild til að endurleigja spildur  til landnema.  Á ýmsu hefur gengið með umsýslu og uppbyggingu þarna.  Þar skipta akfærir vegir megin máli, auk áhuga landnemanna sjálfra.  Nú er ástandið þannig að  vegir eru í miklum ólestri eftir mikil flóð og erfitt eða ógerlegt fyrir suma landnema  að komast til landspildna sinna.  Við það geta þeir ekki unað til lengdar.

Til að koma þessu í lag þarf að finna varanlegt vegstæði og leggja nýja vegi, sem kosta munu mikla fjármuni. Skógræktarfélagið sem leiguliði hefur farið fram á að landeigandinn ríkið  eða undirstofnanir þess komi að þessu verki, því akfærir vegir voru þarna þegar upphaflegur samningur var gerður. Ríkið hefur því að okkar mati skyldum að gegna þarna.  Allar umleitanir um aðkomu þess hafa þó verið árangurslausar og öllum vandanum ýtt til okkar.

Við höfum boðist til að kaupa landið  af ríkinu,  til að koma álitamálum á hreint og með því, létta undir með því, enda er núverandi fyrirkomulag óframkvæmanlegt og í andstöðu við nýleg lög um frístundabyggðir. Árangur alls þessa er enginn.

Landbúnaðarráðherra vill greinilega halda þeim möguleika opnum að búskapur verði hafinn að nýju á grýttum brekkunum undir Klofningum, á jörðunum sem ríkið tók eignarnámi og lagði undirlendi þeirra undir beljandi jökulfljót.  Það væri eftir öðru.

En ríkið á þetta og auðveldasta leið ráðherra er að standa á sínu og segja nei. Það reynir greinilega á þolrifin hjá okkur Íslendingum að semja.  Já- hvílíkir eru þessir tímar... " 

Nánari umfjöllun um aðalfund Skógræktarfélags Reykjavíkur er á heimasíðu félagsins.
 


Febrúar 2011
Vetur á Fellsmörk 6. febrúar

Það  var mikill snjór en fátt fólk á ferli á Fellsmörk í byrjun febrúar. 

Jepplingsfært var að Álftagróf en ófært eftir það sakir snjóa og reyndar að venju ónýtra vega.

Meðfram fjöllunum var mikill snjór sem nýlega hafði fallið.

Sjá myndir á myndasíðu

 


 

 

    

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.