UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

FRÉTTIR

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

2003
 

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

   

 

Fellsmörk

Fréttir árið 2017


21. okbtóber 2017
Fellsmörk í ferðamannabæklingi
Hjalti Elíasson var á ferð um suðurland og rakst á ferðamannabækling. Þar er Fellmörkin er fagurlega skreytt með búfénaði. kannski vita menn ekki betur. Annars vorum við í góðu yfirlæti fyrir austan um þarsíðustu helgi. urðum vör við lágfótu á hlaupum undir Felli. Orðið haustlegt en fallegir haustlitir.



Efni sótt á Facebook síðu Fellsmerkur.




September 2017
Gróðursetningardagur 2. september 2017
Ekki gekk sérlega vel að fá trjáplöntur til sameiginlegrar gróðursetningar sumarið 2017 og varð ekki af árlegum plöntudegi fyrr en 2. september.

Sett var niður vestan við Fellsbæinn, nærri varnargarðinum. Sett var niður úr ca. 20 bökkum Birki á flatlendið en greni ösp og reynir upp í hlíðina. Mættir voru 8 félagar og gekk þetta bara vel. Veðrið lék við fólkið, þurrt að mestu og logn.

Umframplöntum var komið fyrir við hlöðuna fyrir þá sem vilja grípa með sér bakka og pota niður. Þakkað er fyrir samveruna.



---------------------------
Efni sótt frá Hjalta á Facebook síðu Fellsmerkur, færsla frá Hjalta.

15. ágúst 2017
Sauðfé í Fellsmörk
 Talsverð ummerki kinda í Fellsmörk sumarið 2017. Kindaskítur víða við Hlíðarbraut og svo sást um síðustu helgi kindahjörð í gili fyrir innan Krók. Kindagötur farnar að myndast. Líklega rúmlega 20 kindur alls innarlega í Hlíð og Króki.

Þessar kindur eru sagðar hafa verið fastagestir allt sumarið. Reynt að reka en hverfa iðulega í lúpínuna. Rafmagnslaus girðing ástæðan. Girðingin er á kafi í lúpínu á stórum kafla og slær út rafmagninu ef það er reynt að koma því á.



Sjá fleiri myndir á Flickr.
------------------
Sótt á Facebook síðuna, færslur frá Einari Ragnari og Hjalta.

Júní og júlí 2017
Illa gengur að fá afhentar trjáplöntur
 Trjápöntun Fellsmerkur var með seinni skipum árið 2017 og þá að sama skapi berast ekki plöntur heldur fyrr en með seinni skipum.Úm mánaðamót júní-júlí hafði raunar ekki borist nein staðfesting ennþá um hvenær það verður en vonast til að rætist úr. Það verður þó ósennilega mjög fljótlega. Gróðursetningardagurinn verður varla fyrr en í ágúst.

Valdimar sagðist fyrir hönd plöntunefndar í lok júlí reikna með að það verði komnar plöntur til að gróðursetja í löndin okkar að gömlu hllöðunni í Felli föstudagskvöldið 4. águst en plöntudagurinn ákveðinn síðar.

Einnig var ákveðið að hafa ekki bókhald yfir hver tekur hvaða plöntur þetta árið, þannig að þegar plöntur bárust þá máttu landnemar taka trjábakka til gróðursetningar á meðan birgðir endast. Nokkuð til af birki, reyni, furu og greni við hlöðuna og von á fleiri plöntum fyrir lok ágústmánaðar.

------------------
Sótt á Facebook síðuna, færslur frá Einari Ragnari og Valdimar Reynissyni, Jóhönnu Ólafsdóttur.

Athugið að fréttaannáll ársins 2017 var færður inn eftirá, í mars 2018. Aðallega byggt á því sem hafði áður verið skráð á Facebook síðu Fellsmerkur / Einar Ragnar - 25. mars 2018.

 

 

 

 

    

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.