UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

FRÉTTIR

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

2007

2006

2005

2004

2003
 

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

   

 

Fellsmörk

Fréttir árið 2004


17. nóvember 2004
Almennur félagsfundur

Almennur félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 25. nóvember kl. 20:00 í Félagi Landnema á Fellsmörk vegna fyrirhugaðrar sölu útskipts lands í Álftagróf. Fundarboð er á leiðinni til félagsmanna.
 

7. nóvember 2004
Fyrirhuguð sala á húsunum í Álftagróf

Fyrirhuguð sala á húsnum í Álftagróf ásamt 50 ha landi þar í kring er að nálgast. Stjórn Félags landnema á Fellsmörk er búin að vera í sambandi við landbúnaðarráðuneytið og er að vinna að málinu með framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Íslands og fulltrúa stjórnar þess félags. Vegna þessa hefur stjórn landnemafélagsins fundað nokkuð ört núna á haustdögum eins og sjá má í upplýsingum um stjórnarstörf.
 

3. október 2004
Fastir liðir eins og venjulega!

Hjalti Elíasson var austur í Fellsmörk síðustu helgi. Fór um austursvæðið og sýndist að allt væri í lagi með hús og aðrar eignir þar eftir hvassviðri síðasta mánaðar. Áin hafði hins vegar flætt sem stundum áður eins og meðfylgjandi mynd ber með sér.


1. september 2004
Landgræðsluskógaverkefnið í Fellsmörk 2004

Hannes Siggason í forsvari fyrir plöntuhópinn hefur búið til ítarlegt yfirlit yfir plöntun sumarsins 2004.
Þar kemur fram að alls var plantað um 12 þúsund plöntum sem er áþekkur fjöldi eða kannski ívið minna en hefur verið síðastliðin ár. Skipting eftir svæðum er eftirfarandi:


Sameiginleg gróðursetning:

Við austurhlíðar Fells 1.445 plöntur
Neðst í Gilbraut við Fell 1.445 plöntur
---------------------------------------------------
Sameiginleg gróðursetning alls 2.890 plöntur

Plöntun í einstök svæði:
Heiðarbraut 1.430 plöntur
Gilbraut 1.613 plöntur
Hólsbraut 1.537 plöntur
Dalbraut 0 plöntur
Keldudalur 1.250 plöntur
Hlíðarbraut 979 plöntur
Krókur 2.490 plöntur
---------------------------------------------------
Gróðursetning í einstök svæði alls 9.300 plöntur


Eftir tegundum:
Alaskaösp 770 plöntur
Birki 7.949 plöntur
Víðir 2.120 plöntur
Rússalerki 460 plöntur
Bergfura 480 plöntur
Blágreni 420 plöntur
---------------------------------------------------
Alls 12.190 plöntur


		


Að auki var farið með 720 kg af áburði og 50 kg af grasfræi á gróðurlítil svæði.


25. júní 2004
Plöntudagur 19. júní 2004 heppnaðist vel

Árlegur plöntudagur Félags landnema á Fellsmörk tókst vel sumarið 2004. Landnemar settu sameiginlega niður á fjórða þúsund plantna annars vegar í austurhlíðum Fellsins fyrir norðan Dalbrautina og hins vegar neðst í Gilbrautinni. Einnig var grasfræi og áburði dreift á gróðurlaus svæði við Fellið.

Að venju var veður með afbrigðum gott þennan dag.

Að auki fengu landnemar til plöntunar á eigin svæðum um eða yfir 300 plöntur. Aðallega birki og víði.

Í lok dagsins var efnt til grillveislu í Dönskutó, bústað Hjalta og Júlíu.

Myndir má sjá hér


10. júní 2004
Sameiginleg gróðursetning verður laugardaginn 19. júní

Árlegur plöntudagur með sameiginlegri gróðursetningu verður laugardaginn 19. júní. Fyrirhugað er að gróðursetja 3.500 – 4.000 plöntur frá Landgræðsluskógum í sameiginleg svæði og deila út um 10.000 plöntum á landnemaspildur þegar sameiginlegri gróðursetningu lýkur.

Óli finnski frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur verður á staðnum og mun leiðbeina um gróðursetningu og verða félagsmönnum til halds og trausts.

Mæting við Álftagróf kl. 13.00

Grillveisla verður að kveldi þess dags hjá Hjalta og Júlíu í Króki.

 


7. júní 2004
Fyrirsögn

Síðastliðið haust fann Brynja Jóhannsdóttir í Gilbrautinni plöntu í Fellsmörkinni sem hún kannaðist alls ekki við.

Brynja leitaði til Ágústar H. Bjarnasonar og leiddi það til nokkuð merkilegrar greinagerðar sem má lesa hér.

 


7. júní 2004
Húsin í Álftagróf til leigu

Framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur vill koma því á framfæri að ef einhver hefur áhuga á því að taka húsin í Fellsmörk á leigu fram að sölu þeirra þá stendur það félagsmönnum til boða. Leiguverði yrði stillt í hóf en gert ráð fyrir að leigutaki myndi búa í eða vera viðloðandi húsið og sjá þá um það að einhverju leyti. Nánari upplýsingar hjá Helga Gíslasyni hjá SR (helgi@skograekt.is)

 


3. maí 2004
Komið vor í Fellsmörk


Komið var hreiður í hvert einasta fuglahús og rúmlega það!

Svo orð Hjalta frá 3. maí séu höfð eftir:
Var fyrir austan um helgina og var mikið vor í lofti.
Mikið af hreiðrum um allan skóg og í fuglahúsum. Hreiður í öllum okkar húsum baðhúsi, vinnuskúr og eldiviðargeymslu.
Gróður í miklum gír, margar tegundir farnar að blómstra, ástand líkt og í endaðan maí eða byrjun júní í eðlilegu árferði.

Myndir frá Hjalta og Júlíu má sjá hér.


 

 

 

 

    

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.