UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

Félagatal

Stjórn

Fundargerðir

Lög félagsins

Ýmis gögn  Fellsmerkur

Meiri gögn

FRÉTTIR

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

  

     

Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 7.12.2006

(Sjötti fundur stjórnar Fellsmerkur starfsárið 2005-2006, haldinn hjá Einari Ragnari Sigurðssyni)

Mættir: Einar Kristjánsson, Einar Ragnar Sigurðsson, Hjalti Elíasson, og Magnús Jóhannesson
Forföll:  Auðunn Oddsson, Kjartan Kárason og Sveinn Björnsson

Helstu atriði úr fundargerð:

  1. Fundargerð síðasta fundar:  Farið yfir fundargerð síðasta fundar.  Ekki gerðar sérstakar athugasemdir við fundargerðina.  Ljóst að ekki hafa öll mál gengið eftir frá síðasta fundi eins og gert hafði verið ráð fyrir.

  2. Staða mála varðandi samninga við Skógræktarfélag Reykjavíkur um yfirtekinn rekstur:  Farið yfir það sem hefur gerst.  Drög að samkomulagi hafa verið til umsagnar hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur síðan um miðjan október en svör ekki borist, m.a. vegna fjarveru framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur.

    Óskað hefur verið eftir að Skógræktarfélag Reykjavíkur staðfesti formlega að gjöld landnema fyrir árið 2006 verði ráðstafað í samræmi við þau samningsdrög sem hafa verið gerð um yfirtekinn rekstur, þó ekki sé hægt að klára samninginn sjálfan strax.

    Meðal þess sem var kynnt á fundinum var bréf frá Landbúnaðarráðuneytinu um að ekki verði fleiri landnemasamningar samþykktir af hálfu ráðuneytisins þar sem þeir séu ekki í samræmi við stefnu ráðuneytisins.  Óskað var eftir upplýsingum frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur um hvaða 30 samningar hefði verið sendir til ráðuneytisins og ráðuneytið hefur samþykkt.

    Einar Ragnar mun áfram leiða samskipti við Skógræktarfélagið vegna samningsgerðarinnar en gert er ráð fyrir einhverjum svörum frá Skógræktarfélaginu í næstu viku.

  3. Framkvæmdir á Fellsmörk síðastliðið seinni hluta árs 2006:  Fram kom á fundinum að tölvupóstsamskiptum stjórnarmanns Fellsmerkur við framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur lauk 4. október með því að ekki var gerð athugasemd við að framkvæmdir færu af stað til að lagfæra ýmis mál, s.s. varnargarða, ofaníburð í vegarslóða og frágang salerna.  Ýmsar framkvæmdir hafa staðið yfir síðan þá en ekki full yfirsýn yfir hvað er búið að gera og hvað er eftir.  Tillaga á fundinum um að Kjartan og Hjalti hafi umsjón með framkvæmdum á svæðinu og skipuleggi fyrir næsta vor hvað þurfi að gera næsta sumar.

    Fram kom að núverandi staða vegarslóða á austursvæðinu er í ólagi þannig að ófært er fyrir fólksbíla og jafnvel minni jeppa inn í Hlíðabraut og Krók.  Ekki vitað hver staðan er á vestur svæðinu.

  4. GPS mælingar á Fellsmörk:  Unnið hefur verið að undirbúning GPS mælinga og er vonast til að þær geti farið fram næsta sumar. 

    Það sem búið er að gera síðan fjallað var um þessar mælingar á fundi 3. maí og 13. júní sl. er að búið er að merkja upp endurskilgreinda landnemareiti í Króki.  þar þarf að tryggja að full sátt sé um breytingu á stærð landnemareita.

    Tillaga um að Einar Kristjánsson og Magnús Jóhannesson hafi umsjón með áframhaldandi undirbúningi fyrir mælingarnar.

  5. Aðalfundur:  Ákveðið að bíða með ákvörðun um tímasetningu aðalfundar.  Ljóst að hann verður ekki fyrir áramót úr því sem komið er.  Félagsmönnum verði sendar upplýsingar um framvindu og stöðu mála í kringum áramót en e.t.v. verði aðalfundinum frestað eitthvað fram á næsta ár.
     

  6. Önnur mál:
    Rætt um stöðu samningsgerðar Skógræktarfélags Reykjavíkur við Skógræktarfélag Íslands um landgræðsluskógasamning fyrir Fellsmörk.  Ekki er vitað með fullri vissu um stöðuna.  Vitað er að viðræður áttu sér stað fyrr á árinu. 

    Næsti stjórnarfundur: 
    Ákveðið að hafa hann hjá Hjalta, annað hvort þriðjudaginn 19. desember eða fimmtudaginn 28. desember.  Hvor dagsetningin verður ræðst af framvindu mála gagnvart Skógræktarfélagi Íslands.


fundargerð skráð af Einari Ragnari Sigurðssyni

 

 

 

 

 

 

2018-2019

2016-2018

2015-2016

2014-2015

2013-2014

2012-2013

2011-2012

2010-2011

2009-2010

2008-2009

2007-2008

2005-2007

2004-2005

2003-2004

2002-2003

 

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.