UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

Almenn lýsing

Ástandsskýrsla haust 2009
Viðaukar ástandsskýrslu

Örnefni Álftagróf

Örnefni Fell

GPS mælingar

Vegir og slóðar

------------------

LOFTMYNDIR OG KORT

Loftmyndavefur Fasteignaskrár

Vetrarloftmynd Google

Vestur svæðið

Austur svæðið

Afstöðukort

Loftmynd: Álftagróf

Loftmynd: Hluti Fells, Álftagróf og Keldudalur

Þjóðlendukort

Kort 1:50.000

Um varnargarða Klifandi

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

FRÉTTIR

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

   

 

 

 

Holt og Álftagróf

Magnús Finnbogason skráði
Birt með leyfi Örnefnastofnunar Íslands

Á aurunum milli Holtsár (1) og Hafursár (2) er eyðibýlið Holt. Hafa vötn þessi sorfið svo að túni og heimalandinu, að eftir er aðeins allstór hóll af túninu, eins og dálítil eyja í því mikla vatna- og aurahafi, sem umlykur það á alla vegu.

Engjar Holts eru vestan við Holtsá fram með Fellsmýri. Álftagróf er í norður frá Holti, og eru beitarlönd þessara jarða sameiginleg. Í austur frá Holti er eyðibýlið Keldudalur, og er hann nytjaður frá Gróf. 

Í Holtstúninu niður við aurinn er hóll, sem heitir Kirkjuhóll (3), en fyrir ofan það er Kvíamýri (4) (að mestu komin í aur). Þar fyrir ofan er Flóðamýri (5). 

Þá kemur að heimalandi Álftagrófar. Neðan við bæinn [er] Grófarmýri (6), en túnið vestan við bæinn heitir Enni (7). En norðan við bæinn er dalur, sem heitir Gróf (8). Vestan megin í honum heita brekkurnar Háubrekkur (9), en austan megin heitir Bjalli (10). Neðarlega í honum er Bjallaból (11). Ofan við það er Gatból (12), en efst Bjallahaus (13). Skammt austan við bæinn er gil, sem heitir Mógil (14). Austan við það eru Sléttur (15). Þar norður af er Dýjamýri (16). Upp af henni er Fjárhústún (17). Þar hjá er Fjárhúsklettur (18) (er það gömul álfakirkja). Þar austur af er Sláttulág (19) og Sláttutorfa (20).

Tekur nú við sameignarlandið. Vestan við Álftagrófartúnið eru Stekkjarhólar (21). Fyrir ofan túnið er melur, sem heitir Hryggur (22) og Hryggjartorfa (23). Vestan í Hrygg er torfa, sem heitir Kringla (24). Þar neðan við er Kringlumýri (25). Neðst í heiðinni er mýrafláki, sem heita Hrísmýrar (26), en norðurhluti þeirra heita Dalamýri (27). Norður af mýrunum er upp blásið, og heitir það Moldskurðir (28). Þar austur af er gil, sem heitir Vati (29) og Vatalækur (30), Vataklofi (31), Vatatorfa (32) og Vataból (33). Norðan við Grófina eru Reiðingsból (34) (þar var þurrkaður og geymdur reiðingur). Þar inn af er Krögutorfa (35). Upp af henni er Krögutorfuhaus (36) (líklega er þetta kennt við krögótta á). Þar austur af heita Brúnir (37), og ná þær að Keldudalsgili (38), og er þá komið að Keldudalslandi.

Í Keldudalsgili rennur Keldudalsá (39). Fremst í Brúnum er gil, sem heitir Klofi (40) og Klofahaus (41). Að vestanverðu í gilinu er Húðaból (42) fremst, en innar Snikkaraból (43) og Háuból (44). Þar er rani, sem heitir Öxl (45) og Axlarskarð (46). Innst í gilinu er Standur (47) og Standabrekka (48). Austan við Stand er Standagil (49). Upp af því eru Kálfatorfur (50). Vestur af Standi er Flatahraun (51). Vestur af því, við Holtsgil (52), er Moldarhaus (53) og Hestatorfa (54). Framarlega í Holtsgili eru Kringlustandar (55), en uppi á brúninni er torfa, sem heitir Kringlutorfa (56), og er hún á landamerkjum Fells og Holts. Austan megin í gilinu heita Ofanferðir (57). Innan við þær er Kattarhryggur (58) og Austursetar (59). Neðan undir þeim er Lambhagi (60). Innan við hann er Vondanef (61) og Innri-Lambhagi (62). Vestan megin í gilinu eru Lausagöngur (63) og Björnshilla (64). Fyrir innan hana eru Vestursetar (65). Í gilinu rennur Holtsá. Í henni er Háifoss (66). 

Upp af Setunum er Sokkusvelti (67) og Mjóistígur (68). Þar upp af er Hátindahraun (69). Niður undan því er Dimmagil (70). Vestur úr því er Þvergil (71). Norðan við það eru Fremridalir (72) og Innridalir (73). Vestan megin við Dimmagil er hæð, sem heitir Kambur (74). Upp af honum er Helluhraun (75) (þangað sóttu Mýrdælir hellu í þök á hús sín). Þar norður af er Klofningsgil (76). Norður af því eru Klofningar (77). Vestan í þeim er Lyngtorfa (78) ofan í gilinu. Klofningar ná inn í jökul. Upp af Innridölum er fell, sem heitir Punghöfuð (79). Framan í jöklinum er fell, sem heitir Jökulfell (80). 

Heimildarmaður er Tómas Lárusson, bóndi í Álftagróf. Er hann þar upp alinn, og hefur verið þar alla sína ævi. 

Samlesið G.S.M.

 

Stafrófsskrá örnefna

Austursetar 59 
Axlarskarð 46 
Bjallaból 11 
Bjallahaus 13 
Bjalli 10 
Björnshilla 64 
Brúnir 37 
Dalamýri 27 
Dimmagil 70 
Dýjamýri 16 
Enni 7 
Fjárhúsklettur 18 
Fjárhústún 17 
Flatahraun 51 
Flóðamýri 5 
Fremridalir 72 
Gatból 12 
Gróf 8 
Grófarmýri 6 
Hafursá 2 
Háifoss 66 
Hátindahraun 69 
Háuból 44 
Háubrekkur 9 
Helluhraun 75 
Hestatorfa 54 
Holtsá 1 
Holtsgil 52 
Hrísmýrar 26 
Hryggjartorfa 23 
Hryggur 22 
Húðaból 42 
Innridalir 73 
Innri-Lambhagi 62 
Jökulfell 80
Kálfatorfur 50 
Kambur 74
Kattarhryggur 58 
Keldudalsá 39
Keldudalsgil 38
Kirkjuhóll 3
Klofahaus 41
Klofi 40
Klofningar 77
Klofningsgil 76
Kringla 24
Kringlumýri 25
Kringlustandar 55
Kringlutorfa 56
Krögutorfa 35
Krögutorfuhaus 36
Kvíamýri 4
Lambhagi 60
Lambhagi, Innri- 62
Lausagöngur 63
Lyngtorfa 78
Mjóistígur 68
Mógil 14
Moldarhaus 53
Moldskurðir 28
Ofanferðir 57
Punghöfuð 79
Reiðingsból 34
Sláttulág 19
Sláttutorfa 20
Sléttur 15
Snikkaraból 43
Sokkusvelti 67
Standabrekka 48
Standagil 49
Standur 47
Stekkjarhólar 21
Vataból 33
Vataklofi 31
Vatalækur 30 
Vatatorfa 32 
Vati 29 
Vestursetar 65 
Vondanef 61 
Þvergil 71 
Öxl 45


Fellsfjall

 

 

 

 

 

    

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.