UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

Félagatal

Stjórn

Fundargerðir

Lög félagsins

Ýmis gögn  Fellsmerkur

Meiri gögn

FRÉTTIR

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

  

     

Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 14.03.2006

(Þriðji fundur stjórnar Fellsmerkur veturinn 2005-2006, haldinn hjá Hjalta Elíassyni)

Mættir: Einar Kristjánsson, Einar Ragnar Sigurðsson, Hjalti Elíasson, Kjartan Kárason og Magnús Jóhannesson
Fjarverandi stjórnarmenn:  Auðunn Oddsson og Sveinn Björnsson

Helstu atriði úr fundargerð:

  1. Staða varðandi samning um yfirtöku rekstrar Fellsmerkur:  Einar Ragnar búinn að hitta Helga Gíslason og annar fundur áætlaður næsta fimmtudag.  Ágreiningsefnin hafa verið skilgreind og eru einungis fimm.  Bjartsýni um að það takist að ljúka samningnum í þessari atrennu.

    Frést hefur af því að Landbúnaðarráðuneytið hafi óskað eftir að samningur ráðuneytisins við Skógræktarfélag Íslands um Fellsmörk verði tekinn upp í kjölfar sölu Álftagrófar.

  1. GPS mælingar á svæðinu:  Hlíðarbraut var mæld upp sumarið 2004.  Einar Ragnar sem fulltrúi brautarinnar ætlar að fá punktana frá Einari Gunnarssyni hjá Skógræktarfélagi Íslands sem sá um mælingarnar.  Vonast er til að frekari mælingar fari fram á sem flestum  brautum í Fellsmörk sumarið 2006.

  2. Plöntudagur 2006:  Hannes Siggason sendi inn pöntun til Landgræðsluskóga fyrir hönd plöntudagsnefndar.  Ákveðin óvissa ríkir þar sem samningur er ekki til staðar um Fellsmörkina.

  3. Viðbragðsáætlun í Fellsmörk vegna hugsanlegs Kötlugoss:  Um næstu helgi er almannavarnaáætlun á dagskrá til að æfa viðbrögð við Kötlugosi.  Ekkert samráð hefur verið haft við landnema vegna þessa svo vitað sé.  Hjalti ætlar að vera í Fellsmörk umrædda helgi og kemur þá í ljós hvort viðbrögð nái til hans.  Magnús ætlar svo að vera í sambandi við Svein sveitarstjóra í Vík til að fá upplýsingar um hvað fólk í Fellsmörk eigi að gera ef til eldgoss kemur.  Til greina kemur að hafa umfjöllun um slík viðbrögð á aðalfundi Félags landnema núna í vor.

 

Fundargerðin skráð af ERS þar sem SB komst ekki á fundinn.

 

 

 

 

 

 

 

2018-2019

2016-2018

2015-2016

2014-2015

2013-2014

2012-2013

2011-2012

2010-2011

2009-2010

2008-2009

2007-2008

2005-2007

2004-2005

2003-2004

2002-2003

 

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.