UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

Félagatal

Stjórn

Fundargerðir

Lög félagsins

Ýmis gögn  Fellsmerkur

Meiri gögn

FRÉTTIR

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

  

     

Almennur félagsfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 25.11.2004 

(Fundur stjórnar, haldinn í sal frímerkjasafnara )

Mættir:  Auðunn Oddsson, Einar Kristjánsson, Einar Ragnar Sigurðsson, Hjalti Elíasson, Kjartan J. Kárason, Magnús Jóhannesson og Sveinn Björnsson.
Fjarverandi stjórnarmenn:  Enginn

Helstu atriði úr fundargerð:

Tvö mál lágu fyrir fundinum (sjá liði 1 og 2 hér fyrir neðan) og komu þau fram í fundarboði. Þriðja málið var kynnt á fundinum (sjá lið 3):

  1. Sala á hluta úr landi Álftagrófar: Einar Ragnar Sigurðsson og Magnús Jóhannesson röktu forsögu málsins, nýlegar bréfaskriftir og niðurstöður funda stjórnarmanna með landbúnaðarráðherra og Skógræktarfélagi Reykjavíkur undanfarið. Síðan voru þeir þrír kostir, sem fram komu í fundarboðinu, skýrðir nánar og ræddir (sjá neðanmáls). Kostirnir voru síðan bornir undir atkvæði fundarmanna og samþykktu þeir einróma eftirfarandi niðurstöðu með handaruppréttingu:

    Fundurinn leggur til að stjórn Félags landnema á Fellsmörk gangi til viðræðna við Skógræktarfélag Reykjavíkur á grundvelli þess að af sölu 50 ha. reits úr landi Álftagrófar verði með kvöðum og breyttu rekstrarfyrirkomulagi á Fellsmörk. Landið verði ekki auglýst til sölu fyrr en gengið hefur verið frá samkomulagi landnemafélagsins og skógræktarfélagsins um þetta fyrirkomulag.

  2. Stærð landnemareita: Einar Ragnar Sigurðsson rifjaði upp þá þrjá kosti varðandi stærð landnemareita sem kynntir voru á aðalfundi félagsins í sumar. Fram kom að fulltrúar skógræktarfélagsins hafi í viðræðum við stjórnarmenn landnemafélagsins undanfarið lagt áherslu á að landnemar hafi sem mest um það að segja sjálfir hvernig stærð reitanna verður háttað. Kostirnir voru síðan bornir undir atkvæði fundarmanna og samþykktu þeir einróma að skilgreindir verði og mældir 10.000 fm. byggingareitir landnema, þar sem hægt er að koma því við, og þeim þinglýst þannig. Í þeim tilvikum þar sem ekki reynist mögulegt að hafa reitina svo stóra verður reynt að finna ásættanlega lausn.

  3. Breytt skipulag á Fellsmörk: Fram kom á fundinum að erindi hefur borist frá sveitarstjórninni í Vík þess efnis að hún vilji breyta skipulagi á Fellsmörk á þann hátt að landnemar geti fengið leyfi fyrir aukahúsi á lóðum sínum. Þetta erindi hefur verið samþykkt fyrir hönd stjórnar félagsins. Með þessari breytingu geta landnemar sótt um fullnaðarleyfi fyrir aukahúsi til byggingafulltrúa sveitarfélagsins. Þeir sem hafa reist lítil hús eða vinnuskúra á lóðum sínum munu sömuleiðis geta sótt um fullnaðarleyfi fyrir þeim sem aukahúsum.

-------------------------------

Valkostirnir þrír
sem voru teknir fyrir á fundinum:

    a)   Samþykkja að af sölunni verði með kvöðum og breyttu rekstrarfyrirkomulagi

    b)   Ganga inn í samkomulag SR og ráðuneytisins um afborganir af veðskuldum og kom þannig í veg fyrir söluna.

    c)   Hafna söluferlinu alfarið og krefjast þess að farið verði að upphaflegum samningum sem miðast við að Fellsmörk nái yfir jarðirnar Fell og Álftagróf með Keldudal.

 

 

 

 

 

 

 

2018-2019

2016-2018

2015-2016

2014-2015

2013-2014

2012-2013

2011-2012

2010-2011

2009-2010

2008-2009

2007-2008

2005-2007

2004-2005

2003-2004

2002-2003

 

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.