UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

Félagatal

Stjórn

Fundargerðir

Lög félagsins

Ýmis gögn  Fellsmerkur

Meiri gögn

FRÉTTIR

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

  

     

Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 15.11.2004 

(Fundur stjórnar, haldinn hjá Magnúsi Jóhannessyni)

Mættir:  Einar Kristjánsson, Einar Ragnar Sigurðsson, Hjalti Elíasson, Magnús Jóhannesson og Sveinn Björnsson.
Fjarverandi stjórnarmenn:  Auðunn Oddsson ogKjartan J. Kárason

Helstu atriði úr fundargerð:

  1. Niðurstöður fundar með SR: Farið var yfir niðurstöður fundar stjórnarmanna með Helga Gíslasyni og Gunnlaugi Claessen hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur, sem haldinn var 12. nóvember 2004. Fram komu eftirfarandi atriði:
    1. Skógræktarfélagið vill ná samkomulagi við landnema um skilyrði fyrir sölu á 50 ha. spilldu úr landi Álftagrófar. Vill Skógræktarfélagið m.a. að í samkomulaginu felist að Félag landnema á Fellsmörk taki við stjórn framkvæmda á svæðinu og fái til þess árgjöld landnema.  Hluti gjaldanna verði þó notaður til að greiða niður skuldir sem hvíla á jörðinni ef ekki er þörf fyrir allt fjármagnið til framkvæmda á svæðinu. Lítur skógræktarfélagið svo á að samkomulagið yrði til reynslu og hægt verði að endurskoða það ef illa reynist. Í umræðum á fundinum kom fram að stjórnarmönnum finnst ekki eðlilegt að landnemar greiði niður áhvílandi skuldir á Álftagróf umfram aðra félaga í skógræktarfélaginu. Einnig má búast við því að landnemafélagið þurfi að safna í sjóð til að mæta útgjaldafrekum árum ef félagið tekur við stjórn framkvæmda á svæðinu.
    2. Í framhaldi af umræðum um a-lið var rætt um það hvernig skógræktarfélagið mundi skilja við reksturinn á Fellsmörk ef landnemafélagið tæki við honum. Niðurstaðan var sú að semja þurfi við skógræktarfélagið um þetta atriði.
    3. Skógræktarfélagið vill að landnemafélagið geri tillögu að stærð landnemareita á svæðinu og vilja að landnemar hafi sjálfir sem mest um það að segja hvernig þessu verður háttað.


  2. Boðun félagsfundar í næstu viku: Í ljósi niðurstöðu aðalfundar síðastliðið sumar og þeirrar stöðu sem komin er upp varðandi sölu á hluta úr landi Álftagrófar var ákveðið að boða til félagsfundar í Félagi landnema á Fellsmörk í næstu viku:
    1. Á fundinum þarf að ræða a.m.k. tvö mál, annars vegar sölumálið og hins vegar stærð landnemareita. Bæði málin voru rædd á aðalfundinum síðastliðið sumar.
    2. Rætt var um að hafa fundinn á þriðjudag (23.11.) eða miðvikudag (24.11.) og ákveða tímasetningu nánar þegar búið er að athuga hvenær hægt verður að fá sal lánaðan.
    3. Fundarboð þarf að senda út viku fyrir fund. Var Sveini falið að gera fyrstu drög að fundarboði strax að loknum fundi. Einar Ragnar mundi svo fullgera fundarboðið og senda stjórnarmönnum til umsagnar með tölvupósti daginn eftir.
    4. Rætt var um hugsanlegan fundarstjóra og ritara og Einari Ragnari falið að athuga það nánar.
    5. Rætt var um þá kosti sem eru í stöðunni fyrir landnema vegna sölunnar á hluta úr landi Álftagrófar og hugleitt hvernig best væri að kynna málið á fundinum. Hugsanlega þyrfti stjórnin að hittast einu sinni fyrir félagsfundinn til að fara yfir málið.

 

 

 

 

 

 

 

 

2018-2019

2016-2018

2015-2016

2014-2015

2013-2014

2012-2013

2011-2012

2010-2011

2009-2010

2008-2009

2007-2008

2005-2007

2004-2005

2003-2004

2002-2003

 

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.