UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

Félagatal

Stjórn

Fundargerðir

Lög félagsins

Ýmis gögn  Fellsmerkur

Meiri gögn

FRÉTTIR

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

  

     

Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 26.2.2004 

(Annar fundur stjórnar veturinn 2003/2004, haldinn hjá Sveini)

Mættir: Einar Kristjánsson, Einar Ragnar Sigurðsson, Hjalti Elíasson, Kjartan J. Kárason, Magnús Jóhannesson  og Sveinn Björnsson.
Forföll:  Auðunn Oddsson

Gestur fundarins var Helgi Gíslason, nýráðinn framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Var tilgangur fundarins að kynna honum helstu hagsmunamál landnema og fara yfir þau verkefni sem helst brenna á landnemum. 

Helstu atriði úr fundargerð:
  1. Sala á Álftagróf: Fram kom hjá Helga að lokið væri mælingu á 50 ha landi umhverfis húsin í Álftagróf sem til stendur að auglýsa til sölu. SR mun hafa talsvert um skilmála sölunnar að segja og getur tryggt að tekið verði tillit til hagsmuna félagsins og landnema. Tryggt er að landnemar muni hafa umferðarrétt um landið sem selt verður.

  2. Plöntur 2004: Fram kom hjá Helga að frestur til að skila inn plöntupöntunum fyrir sumarið er að renna út nú um mánaðamótin. Þetta árið standa til boða tegundirnar birki, rússalerki, sitkagreni og stafafura. Í lok fundarins var ákveðið að panta eftirfarandi magn:

Birki: 8500 stk
Lerki: 500 stk
Sitkagreni:  2000 stk
Stafafura:  1000 stk.
----------------------------------
Samtals  12.000 stk.
  1. GPS mælingar og þinglýsingar á samningum: GPS-mælingarnar sem gerðar voru haustið 2002 eru ekki nothæfar. Nauðsynlegt er að bæta þær áður en hægt er að ganga frá nýjum samningum landnema. Einnig þarf að taka tillit til þeirrar ákvörðunar sem tekin var í fyrra um að jafna stærðir skógræktarreita landnema. Einar Ragnar mun hafa samband við sveitarstjóra Mýrdalshrepps vegna krafna til mælihnita og þinglýsingar samninga.
  1. Framvinda skógræktar í Fellsmörk: Helgi fór nýlega austur í Fellsmörk og skoðaði svæðið. Taldi hann árangur af skógræktarstarfinu við fyrstu sýn vera minni en vænta mátti m.t.t. þess plöntumagns sem farið hefur inn á svæðið og árangurs sem náðst hefur í skógræktarreitnum í Gjögrum.

    Rætt var um þá faglegu ráðgjöf sem landnemar hafa fengið frá SR á undangengnum árum. Hefur hún verið mjög takmörkuð og skógræktaráætlun fyrir svæðið liggur ekki fyrir. Taldi Helgi að fjarlægð Fellsmerkur frá Reykjavík gæti staðið í vegi fyrir því að landnemar fái viðunandi faglega þjónustu frá félaginu í framtíðinni. Fullur vilji væri hjá félaginu til að koma málefnum Fellsmerkur í ásættanlegt horf fyrir landnema þótt það þýddi hugsanlega breytta aðkomu félagsins að málum svæðisins. Ætlar Helgi að kanna grundvöll fyrir gerð skógræktaráætlunar fyrir svæðið í heild og hvort slík áætlun geti hugsanlega falið í sér hnitamælingu skógræktarreita (sjá lið 3 hér að ofan).
  1. Lagfæringar á girðingum: Forgangsverkefni í vor verður lagfæring á girðingum sem haustflóðin sópuðu burt á austursvæðinu.

 

 

 

 

 

 

 

2018-2019

2016-2018

2015-2016

2014-2015

2013-2014

2012-2013

2011-2012

2010-2011

2009-2010

2008-2009

2007-2008

2005-2007

2004-2005

2003-2004

2002-2003

 

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.