UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

Félagatal

Stjórn

Fundargerðir

Lög félagsins

Ýmis gögn  Fellsmerkur

Meiri gögn

FRÉTTIR

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

  

     

Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 4.3.2003 

(Sjötti fundur stjórnar veturinn 2002/2003, haldinn hjá Elsu).

Mættir: Einar Ragnar Sigurðsson, Elsa G. Vilmundardóttir, Magnús Jóhannesson  og Sveinn Björnsson.
Gestur fundarins var Vignir Sigurðsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Helstu atriði úr fundargerð:
  1. Uppboðsmál og fleira tengt: Vignir staðfesti að samkomulag væri komið á milli landbúnaðarráðuneytisins og Skógræktarfélagsins og uppboð á jörðinni Álftagróf því alveg úr sögunni. Ábúandinn fer af jörðinni þann 10. mars. Í framhaldi af því hefur ráðuneytið hug á að láta mæla út 20-40 hektara land umhverfis húsin í Álftagróf og leita heimildar til sölu á því landi ásamt húsunum. Þetta yrði gert í samráði við Skógræktarfélagið sem er eignaraðili. Verður þetta skoðað betur á næstu mánuðum en heimild Alþingis til sölu fæst í fyrsta lagi um næstu áramót. Söluaðgerðir gætu þó hafist fyrr. Sagði Vignir tryggt að ekki yrði farið í þetta söluferli fyrr en hugmyndirnar hefðu verið kynntar fyrir landnemum. Fram koma líka hjá honum að ef af sölunni yrði þá mundi leigugjald fyrir landið sem þá stæði eftir lækka til muna því það er tengt fasteignamati.

  2. Aðkoma Skógræktarfélagsins: Vignir upplýsti að hjá stjórn Skógræktarfélagsins hefði komið fram skýr vilji til að hætta rekstri félagsins í Fellsmörk. Vill félagið gera landnemum kleift að ganga inn í leigusamninginn við ríkið og taldi Vignir auðvelt að koma því í kring ef landnemar vilja það.

  3. GPS-mælingar: Rætt var um GPS-mælingarnar. Vignir samþykkti að fulltrúar landnema færu yfir mælingarnar sem búið væri að gera og mældu upp á nýtt þar sem skekkjur væru. Þessar mælingar yrðu síðan lagðar til grundvallar þinglýsingum eins og upphaflega var fyrirhugað.

  4. Viðhald svæðis: Vignir upplýsti að hann hefði farið með landgræðslustjóra austur í Fellsmörk að skoða flóðaskemmdir, m.a. eftir Klifandi. Í kjölfarið var gerð bráðabirgðaviðgerð á vegi og varnargarði við Heiðarbraut. Frekari lagfæringar eru fyrirhugaðar. Á döfinni eru síðan viðgerðir á vegum og á girðingum áður en sauðfé verður sleppt á svæðið umhverfis í vor.

  5. Plöntun: Kjartan er búinn að fá plöntulista fyrir sumarið og verður hann tekinn fyrir á næsta fundi. Formaður plöntunarhópsins verður boðaður á þann fund.

 

 

 

 

 

 

2018-2019

2016-2018

2015-2016

2014-2015

2013-2014

2012-2013

2011-2012

2010-2011

2009-2010

2008-2009

2007-2008

2005-2007

2004-2005

2003-2004

2002-2003

 

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.