UM FELLSMÖRK

STAÐHÆTTIR

LANDGRÆÐSLU
SKÓGUR

MYNDIR

FÉLAGIÐ

Félagatal

Stjórn

Fundargerðir

Lög félagsins

Ýmis gögn  Fellsmerkur

Meiri gögn

FRÉTTIR

TENGINGAR

SKJALASAFN

 TIL BAKA

 

----------------------
SÉRSTAKT EFNI

Erindi Valdimars af aðalfundi 2012: Umhirða trjágróðurs

Fuglalíf á Fellsmörk

Panoramamyndir


----------------------
FLÝTILEIÐIR

Félagatal

Fundargerðir

Vegir og slóðar

Lönd á Fellsmörk (GPS)

 

  

     

Stjórnarfundur í Félagi landnema í Fellsmörk haldinn 3.12.2002 

(þriðji fundur stjórnar veturinn 2002/2003, haldinn hjá Sveini).

Mættir: Einar Ragnar Sigurðsson, Elsa G. Vilmundardóttir, Magnús Jóhannesson, Kjartan Kárason og Sveinn Björnsson.
Helstu atriði úr fundargerð:
  1. Ákveðið var að birta helstu atriði úr fundargerðum stjórnar á vef Fellsmerkur.

  2. Einar Ragnar sagði frá því að örnefnaskrár væru komnar á vef Fellsmerkur. Ákveðið var að safna myndum af svæðinu og tengja þær með krækjum við þau örnefni sem er að finna í skránum. Einnig er stefnt að því að setja á vefinn tilvitnanir í fleiri texta sem snerta Fellsmörk.

  3. Einar Ragnar fór austur í Fellsmörk fyrir 10 dögum og gerði nokkrar GPS mælingar til samanburðar við mælingar sem Skógræktarfélag Reykjavíkur lét gera í lok sumars. Hann ræddi í kjölfarið við mælingamann félagsins og fékk að vita hvernig staðið var að mælingunum. Í ljósi þeirra upplýsingar sem út úr þessu komu þá telur stjórnin að í mælingum Skógræktarfélagsins séu skekkjur sem þurfi að laga áður en hægt er að setja mælipunktana inn í samninga til þinglýsingar. Ákveðið var að Magnús hefði samband við Svein Pálsson í Vík vegna þessa máls og að Einar Ragnar hefði samband við Vigni hjá Skógræktarfélaginu um lagfæringar á mælipunktunum.

  4. Einar og Magnús hafa fylgst með framvindu uppboðsmálsins á Álftagróf. Fyrsta uppboð er dagsett þann 5.12.2002 en daginn áður (4.12.2002) er fyrirhugaður fundur Skógræktarfélagsmanna með landbúnaðarráðuneytinu um hugsanlega lausn málsins svo ekki þurfi að koma til uppboðsins. Hafa tilboð gengið á milli þessara aðila og jafnvel er búist við að lausn fáist á fundinum. Mun Magnús frétta af niðurstöðu fundarins strax að honum loknum og koma upplýsingunum til stjórnarmanna í kjölfarið.

 

 

 

 

 

 

 

2018-2019

2016-2018

2015-2016

2014-2015

2013-2014

2012-2013

2011-2012

2010-2011

2009-2010

2008-2009

2007-2008

2005-2007

2004-2005

2003-2004

2002-2003

 

Facebook síða Fellsmerkur


ÞETTA ER GAMLI VEFUR FELLSMERKUR

Þessum hluta vefsins hefur ekki verið viðhaldið eftir mars 2023.

Nýr vefur er hér: https://www.fellsmork.is/


LUMAR ÞÚ Á EFNI?

Landnemar og aðrir sem luma á efni sem tengist Fellsmörk eru hvattir til að senda það til félagsins svo það komist á vefinn.  Sérstaklega er óskað eftir myndum í hóflegu magni sem m.a. sýna hvernig ræktunarstarfið gengur.

Sendist til umsjónarmanns vefsins á netfangið eragnarsig@gmail.com.